Atvinnutæki

Fjármögnunarleiga er fyrir þau sem vilja leigja í stað þess að eiga

Þú velur vél eða tæki fyrir þinn rekstur, Lykill kaupir tækið og leigir þér gegn greiðslum í takt við tekjustreymi þíns fyrirtækis.

Einfalt og sveigjanlegt

Þú velur tækið, við leigjum þér það
Þú velur tækið, við leigjum þér það

Þú velur það tæki sem hentar í þinn rekstur, Lykill staðgreiðir kaupverð þess tækis til seljanda og leigir þér út samningstímann.

Sveigjanlegur samningstími
Sveigjanlegur samningstími

Grunnleigutími samnings er yfirleitt þrjú til sjö ár og við lok hans tekur við ótímabundin framhaldsleiga eða þá að tækinu er skilað. Einnig getur þú óskað eftir að kaupa tækið.

Greiðslur sem henta þér
Greiðslur sem henta þér

Þú getur stillt greiðslum upp í samræmi við tekjustreymi í þínum rekstri. Virðisaukaskattur leggst ofan á leigugreiðslurnar.

Auðveld leiguaðferð
Auðveld leiguaðferð

Fjármögnunarleiga opnar leiðir fyrir fjármögnun ýmissa tegunda véla og tækja. Lykill býður upp á allt að 80% fjármögnun af kaupverði. Fyrirtæki eða rekstraraðili er skráður umráðamaður á gildistíma fjármögnunarleigusamnings og Lykill er skráður eigandi. Við lok leigutíma tekur við ótímabundin framhaldsleiga eða þá að tækinu er skilað. Einnig getur þú óskað eftir að kaupa tækið.

Þægilegar greiðslur
Þægilegar greiðslur

Greiðslunum má stilla upp þannig að þær séu hærri á þeim árstíma sem tekjur fyrirtækisins eru háar en lægri þegar tekjur dragast saman.

Bókhaldsleg meðhöndlun
Bókhaldsleg meðhöndlun

Virðisaukaskattur leggst á hverja leigugreiðslu og bókhaldsleg meðhöndlun er á ábyrgð leigutaka. Þú tryggir tækið í þínu nafni og greiðir öll lögbundin gjöld af því, t.a.m. bifreiðagjöld og þungaskatt, ásamt öllum kostnaði vegna viðgerða eða skemmda.

Fjármögnunarleiga gefur þér full yfirráð yfir tækjum sem hentar þínum rekstri betur að leigja en að kaupa

Bílalán

Bílalán

Bílalán eru einföld og þægileg leið fyrir fyrirtæki til að fjármagna bíla eða önnur skráningarskyld ökutæki.

Kaupleiga

Kaupleiga

Kaupleiga hentar til fjármögnunar á bílum, vélum og tækjum til atvinnurekstrar og kemur virðisaukaskattur til greiðslu við upphaf samnings.

Rekstrarleiga

Rekstrarleiga

Rekstrarleiga hentar fyrirtækjum og rekstraraðilum vel við fjármögnun atvinnubíla eða atvinnutækja. Rekstrarleigusamningar geta ýmist innifalið alla helstu þjónustuþætti eða verið án þeirra.