Frá og með deginum í dag, 1. nóvember 2021, munu óverðtryggðir breytilegir vextir nýrra Lykillána og Lykilsamninga hækka um 0,10% til 0,20% stig. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar 0,25% stiga stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í október.
Óverðtryggðir breytilegir vextir á nýjum Lykillánum og Lykilsamningum sem taka gildi í dag, 1. nóvember 2021, verða því eftirfarandi:
Fjármögnunarhlutfall hærra en 81% af kaupverði .....................7,20%
Fjármögnunarhlutfall 61- 80% af kaupverði ...............................5,85%
Fjármögnunarhlutfall 51- 60% af kaupverði ...............................5,55%
Fjármögnunarhlutfall 50% eða lægra af kaupverði ..................4,80%