Sameining Lykils og Kviku var endanlega samþykkt á hluthafafundum félaganna fyrr í dag. Með sameiningunni verður til sterkt fjármálafyrirtæki sem er í stakk búið að auka samkeppni og bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum fjármálaþjónustu.
Sameiningin hefur engin áhrif á viðskiptavini Lykils eða samstarfsaðila og þeir þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir vegna hennar. Við hlökkum til að þjónusta viðskiptavini Lykils áfram.