Sala nýrra fólksbíla í desember jókst um 17,9% miðað við sama tíma árs í 2021, en alls voru skráðir 1458 nýir fólksbílar nú en voru 1237 í 2021.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu en samkvæmt tölfræði þeirra hefur sala ársins 2022 aukist um 30,5% miðað við sölu nýrra fólksbíla árið 2021.
Árið 2022 seldust alls 16.685 nýir fólksbílar samanborið við 12.789 nýja fólksbíla í 2021.
Tesla vinsælust í desember
„Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum á árinu eða 33,5%,“ segir í tilkynningunni. Í desember var mest selda tegundin Tesla með 321 selda fólksbíla, þar á eftir kemur KIA með 131 selda fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í desember var MG með 108 fólksbíla skráða.
Yfir árið var Toyota mest selda tegundin með 2.752 selda fólksbíla, KIA þar á eftir með 1.775 selda bíla og þriðja mest selda tegundin var Hyundai með 1.452 selda fólksbíla.